Notkun öryggisbúnaðar ábótavant
Nokkuð hefur borið á því að börn og unglingar sem nota hjóla- og línuskautaaðstöðuna við 88 Húsið séu að koma án nauðsynlegs öryggisbúnaðar.
Forstöðumaður 88 Hússins beinir þeim tilmælum til iðkenda að hjálmur sé höfuðatriði í öryggi þeirra þegar þeir nýta sér aðstöðuna. Jafnframt er vakin athygli á því að iðkendur eru á þarna á eigin ábyrgð, enda ekki um skipulagt starf að ræða.
Þá eru foreldrar minntir á mikilvægi þess að virða útivistatíma barna og unglinga, segir á vef Reykjanesbæjar.