Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Notendaráð fatlaðs fólks stofnað
Laugardagur 2. febrúar 2019 kl. 06:00

Notendaráð fatlaðs fólks stofnað

- Vilt þú taka þátt?

Reykjanesbær auglýsir eftir fólki sem vill starfa í notendaráði fatlaðs fólks í Reykjanesbæ. Með þátttöku í ráðinu gefst fólki kostur á að hafa áhrif á málefni fatlaðs fólks og taka þátt í stefnumótun í málaflokknum. Starf notendaráðs verður eingöngu skipað fötluðu fólki. Þeir sem vilja taka þátt þurfa að fara á námskeið þar sem þátttakendur eru undirbúnir fyrir setu í notendaráði, að sögn Jóns Kristins Péturssonar verkefnisstjóra. Námskeiðið hefst 6. mars nk. og er þátttakendum að kostnaðarlausu. Kennari á námskeiðinu verður Tinna Kristjánsdóttir þroskaþjálfi.
 
Sífellt er leitað leiða til að auka lýðræðislega þátttöku fólk í ákvarðanatöku sveitarfélaga. Stofnun notendaráða er ein leið. Vel hefur gengið að stofna notendaráð fatlaðs fólks í öðrum sveitarfélögum og segist Jón Kristinn vonast til að það sama muni verða í Reykjanesbæ. „Við gerum ráð fyrir þremur til sex fulltrúum í ráðið og fleirum ef áhugi verður mikill. Við vonumst til að ná til fjölbreytts hóps til þess að verða fulltrúa fatlaðs fólks í Reykjanesbæ.“ 
 
Notendaráð verður eingöngu skipað fötluðu fólki. Gert er ráð fyrir að ráðið fundi mánaðarlega yfir vetrartímann. Notendaráð mun kjósa sér formann og ritara og samþykkja lög til að starfa eftir. 
 
Þeir sem hafa áhuga á setu í notaendaráði verða undirbúnir undir þátttökuna. Undirbúningsnámskeið verður haldið í húsnæði Miðstöðvar Símenntunar á Suðurnesjum við Krossmóa sem hefst 6. mars nk. kl. 16:00 – 18:00. Námskeiðið verður kennt í alls átta skipti, á miðvikudögum til 24. apríl. „Uppbygging námskeiðsins verður sambland af fræðslu, m.a. frá gestafyrirlesurum og verklegum æfingum. Farið verður yfir lög, reglugerðir og stjórnsýsluþætti. Í lok námskeið verður farið yfir æfingarmál sem þátttakendur geta spreytt sig á,“ segir Jón Kristinn verkefnisstjóri.
 
Hægt verður að óska eftir nánari upplýsingum hjá Jóni Kristni í netfangið [email protected]
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024