Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Notar bæjarmerki í óþökk bæjaryfirvalda
Þriðjudagur 30. desember 2014 kl. 14:28

Notar bæjarmerki í óþökk bæjaryfirvalda

– flugeldasalan Reykjanesbæ óviðkomandi

Flugeldasalan Alvöru flugeldar notar bæjarmerki Reykjanesbæjar til að auglýsa flugeldasölu sína í Reykjanesbæ í leyfisleysi. Merkið er notað á auglýsingabæklingi sem dreift var í öll hús í Reykjanesbæ.

Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, segir að þessi notkun á merki bæjarins sé í algjöru leyfisleysi. Hann segir merkið notað í óþökk bæjaryfirvalda og að þessi flugeldasala sé Reykjanesbæ algjörlega óviðkomandi.

„Við höfum rætt við flugeldasalann um málið en lítið er hægt að gera héðan af,“ segir Kjartan Már í samtali við Víkurfréttir.
 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024