Notaðu daginn - fyrsta „haustlægðin“ á morgun
Suðvestlæg átt, 3-8 m/s. Skýjað með köflum og yfirleitt þurrt við Faxaflóa í dag. Gengur í suðaustan 13-20 með talsverðri rigningu á morgun, hvassast við ströndina. Hiti 7 til 14 stig.
Veðurhorfur á höfuðborgarsvæðinu
Hæg suðvestlæg átt skýjað, en þurrt að mestu. Gengur í suðaustan 13-20 m/s með rigningu á morgun, hvassast á Kjalarnesi. Hiti 8 til 13 stig.
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á fimmtudag:
Suðaustan 10-18 m/s og rigning með köflum, hvassast við suðvesturströndina, en hægari og stöku skúrir um landið norðanvert. Hiti 8 til 17 stig, hlýjast fyrir norðan.
Á föstudag:
Austan og norðaustan 5-13 m/s. Rigning um landið suðaustanvert, en annars skýjað með köflum og skúrir á víð og dreif. Hiti 10 til 16 stig að deginum.
Á laugardag:
Norðaustlæg átt og víða rigning, en úrkomulítið um landið suðvestanvert. Hiti 8 til 15 stig.
Á sunnudag og mánudag:
Austlægar áttir og rigning suðaustantil, en annars dálitlar skúrir. Milt í veðri.