Norwegian til Keflavíkur tvisvar í viku
Norwegian hefur ákveðið að fljúga frá Bergen til Keflavíkur frá og með 31. mars 2014. Flogið verður tvisvar sinnum í viku á mánudögum og föstudögum nema í júlí og fram í miðjan ágúst er flogið á miðvikudögum og föstudögum.
Brottför frá Bergen er kl. 10:40 og lent í Keflavík kl. 11:10. Brottför frá Keflavík kl. 11:55 og lent í Bergen kl. 16:25.