Norskur með 20 haglaskot í farangrinum
Öryggisgæslan í Flugstöð Leifs Eiríkssonar óskaði í gær eftir aðstoð lögreglunnar á Suðurnesjum vegna skotfæra sem fram höfðu komið við skimun á farangri. Þarna reyndist vera um að ræða tuttugu haglaskot sem flugfarþegi, norskur ríkisborgari, hafði verið með í farteski sínu.
Maðurinn hafði undirritað skjal frá öryggisgæslunni þess efnis að skotin yrðu fjarlægð úr farangri hans. Síðan hélt hann ferð sinni áfram. Lögreglan tók skotin í vörslur sínar og verður þeim eytt.