Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Norskt varðskip sótti búnað í Helguvík
Hilmar Bragi Bárðarson
Hilmar Bragi Bárðarson skrifar
þriðjudaginn 31. mars 2020 kl. 10:02

Norskt varðskip sótti búnað í Helguvík

Norska varðskipið Harstad kom til Helguvíkur á sunnudagskvöld. Erindið var að sækja búnað sem norski flugherinn var með á Keflavíkurflugvelli þegar loftrýmisgæslan stóð yfir nú í mars.

Búnaðurinn var hífður um borð í norska varðskipið sem síðan hélt áleiðis til Noregs í gær.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Meðfylgjandi myndir voru teknar í Helguvík á sunnudagskvöld en hinn norski Harstad er systurskip hins íslenska Þórs hjá Landhelgisgæslunni.

VF-myndir: Hilmar Bragi