Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Norskar herþotur vöktu bæjarbúa í morgunsárið
Hilmar Bragi Bárðarson
Hilmar Bragi Bárðarson skrifar
föstudaginn 20. mars 2020 kl. 10:55

Norskar herþotur vöktu bæjarbúa í morgunsárið

Fjölmargir íbúar Reykjanesbæjar hrukku upp af værum svefni í morgun við hávaða frá F-35 herþotum norska flughersins.

Loftrýmisgæslu norska flughersins hér á landi lauk formlega í morgun þegar F-35 þotur Norðmanna yfirgáfu landið.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

„Veðurspá hér og í Noregi var með þeim hætti að þetta reyndist eini tíminn sem mögulegur var fyrir flugtak vélanna. Lögð var rík áhersla á að flugtakið yrði eins hljóðlátt og kostur var. Hafi það valdið ónæði biðjumst við að sjálfsögðu afsökunar á því,“ segir Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar í samtali við Víkurfréttir.