Norsk hrefna seld í Samkaup
Samkaup hefur hafið sölu á norsku hrefnukjöti. Um er að ræða valda vöðva sem er pakkað í huggulegar neytendapakkningar, eins og segir í frétt frá versluninni. Þó nokkuð magn er þegar komið til sölu og að sögn Kristjáns Friðjónssonar, verslunarstjóra og hægt að fá meira kjöt með skömmum fyrirvara.Á pakkningunum eru skemmtilegar uppskriftir að hrefnukjötsréttum, en hrefnuna er gott að steikja og bera fram með kartöflum og grænmeti.
Myndin: Hrefnukjötið í Samkaup kemur frá Noregi og er í huggulegum pakkningum, eins og segir í frétt frá versluninni.
Myndin: Hrefnukjötið í Samkaup kemur frá Noregi og er í huggulegum pakkningum, eins og segir í frétt frá versluninni.