Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Norrænir landlæknar áhugasamir um lækningastarfsemi Bláa Lónsins
Föstudagur 12. ágúst 2011 kl. 23:07

Norrænir landlæknar áhugasamir um lækningastarfsemi Bláa Lónsins

Norrænir landlæknar voru áhugasamir um lækningamátt Bláa Lónsins og vísindastarf fyrirtækisins. Hópurinn heimsótti Bláa Lónið fimmtudaginn 11. ágúst sl. og fékk kynningu á nýjum rannsóknum á lækningamætti Bláa Lónsins og starfsemi Lækningalindar þar sem veitt er meðferð við húðsjúkdómnum psoriasis. Geir Gunnlaugsson, landlæknir, sagði að það hefði verið áhugavert fyrir hópinn að kynnast starfsemi Bláa Lónsins á þessu sviði.

„Bláa Lónið byggir á íslensku hugviti og mikil uppbygging hefur átt sér stað. Það var því gaman að fá þetta tækifæri til að kynna fyrir norrænum landlæknum starfsemina og þá þróunarvinnu og rannsóknir sem þar fara fram,“ sagði Geir.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024