Norrænir kvensjúkdómalæknar þinga á Suðurnesjum
Eitthundrað og fimmtíu norrænir kvensjúkdómalæknar munu sitja ráðstefnu í Eldborg í Grindavík um helgina.Að sögn Konráðs Lúðvíkssonar, yfirlæknis í Keflavík verður meginefni ráðstefnunnar neðri þvagvegur kvenna en þvaglekavandamál er mjög algengt hjá konum um og yfir miðjan aldur. Rætt verður m.a. um nýjar aðgerðir sem framkvæmdar hafa verið á sjúkrahúsinu í Keflavík.