Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Norrænir dagar í Garði
Miðvikudagur 18. júní 2014 kl. 11:28

Norrænir dagar í Garði

- hópur fólks óskar eftir gistingu í heimahúsum.

Von er á hópi norrænna gesta frá vinabæjum sveiarfélagsins, Lemvig í Danmörku og Nybro Svíþjóð, í vikunni sem Sólseturshátíðin verður haldin í Garði 25.-29. júní næstkomandi. Hópurinn er alls um sjötíu manns, þar með taldir grunnskólanema frá Nybro sem er að heimsækja vinabekk sinn í Gerðaskóla. Einnig koma hópar frá þjóðdansafélögum beggja bæja, fólk frá Norrænu félögunum o.fl. Því miður komst enginn frá Jevnaker sem er vinabær Garðs í Noregi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Sveitarfélaginu Garði.

Fram kemur einnig að um sé að ræða einn ánægjulegasta þáttinn í norrænu samstarfi þegar sveitarfélag er gestgjafi á vinabæjarmóti og tekur á móti góðum gestum, frændum frá hinum Norðurlöndunum. „Sýna þeim það helsta sem við erum stolt af og ræða saman um allt það sem við eigum sameiginlegt eða aðgreinir okkur. Einnig er afar skemmtilegt þegar hópar eins og  nemendahópar eða aðrir geta mæst á þessum norræna vettvangi.“

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Þá er Sveitarfélagið Garður og Norræna félagið í sameiningu að undirbúa Norræna daga í Garði og ætlunin er að vel verði staðið að móttöku gestanna, en þetta er í fyrsta sinn sem Garðmenn eru gestgjafar. „Af þeim stóra hópi sem kemur eru fjórtán manns sem óska eftir gistingu í heimahúsum, það sýnir hug fólks til að kynnast okkur enn betur persónulega,“ segir í tilkynningu.

Gestir okkar munu taka þátt í Sólseturshátíðinni með okkur bæjarbúum og leggja sitt af mörkum til hennar með að sýna þjóðdansa. Það verður gaman að sýna gestunum Garðinn, náttúruna, fjallasýnina og sólarlagið.
Erna M. Sveinbjarnardóttir,
formaður undirbúningsnefndar og Norræna félagsins í Garði