Norrænar mannvirkjanefndir í Reykjaneshöll
 Knattspyrnusamband Íslands heldur ráðstefnu norrænu mannvirkjanefndanna á Hótel Loftleiðum og hófst ráðstefnan í morgun og stendur fram á sunnudag.
Knattspyrnusamband Íslands heldur ráðstefnu norrænu mannvirkjanefndanna á Hótel Loftleiðum og hófst ráðstefnan í morgun og stendur fram á sunnudag.Gestir ráðstefnunnar eru 25 manns sem allir eru úr mannvirkjanefndum sinna landa. Einn liður ráðstefnunnar var skoðunarferð í Reykjaneshöllina. Skoðunarferðin var í dag og eftir að hafa skoðað húsið brugðu menn fyrir sig betri fætinum og spiluðu knattspyrnu. Myndirnar hér fyrir neðan eru af fulltrúunum á ráðstefnunni eftir fótboltaleikinn.





 
						 
						 
						 
						 
						 
						

 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				 
				