Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Norðvestan og él
Þriðjudagur 11. apríl 2006 kl. 09:03

Norðvestan og él

Klukkan 6 ó morgun var allhvöss norðanátt vestast á landinu, en mun hægari suðvestanátt annars staðar. Skúrir eða él sunnan- og vestantil. Hiti var frá 5 stigum á Seyðisfirði niður í 1 stigs frost í Bolungarvík og á Möðrudal.

Veðurhorfur við Faxaflóa næsta sólarhringinn:
Vestan og síðar norðvestan 8-13 og él, en hægari og léttir til síðdegis. Hiti 0 til 5 stig, en 0 til 5 stiga frost í nótt.

Veðurhorfur á landinu næstu daga:
Á skírdag: Norðvestan 8-13 m/s og él norðaustantil, en norðan- og norðaustan 5-10 annars staðar og víða léttskýjað sunnan- og vestantil en þó stöku skúrir við suðausturströndina. Hiti 1 til 4 stig S-lands að deginum, annars vægt frost.

Á föstudaginn langa: Snýst í vaxandi suðaustanátt með rigningu og hlýnandi veðri vestanlands en þurrt fram eftir degi á NA- og A-landi. Hiti 0 til 5 stig, kaldast á NA landi.

Á laugardag: Rigning allra austast í fyrstu en annars NA læg átt og él við norðurströndina en suðvestlæg átt annars staðar og skúrir eða él. Hiti 1 til 4 stig.

Á páskadag og annan páskadag: Snýst til norðanáttar með kólnandi veðri og éljum norðanlands.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024