Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Norðvestan með stöku éljum
Mánudagur 8. desember 2008 kl. 09:27

Norðvestan með stöku éljum

Veðurspá fyrir Faxaflóa næsta sólarhringinn: Norðvestan 5-13 og stöku él, en norðlægari og léttskýjað í kvöld. Frost 0 til 7 stig, kaldast í uppsveitum. Vaxandi suðaustanátt á morgun, 10-15 og dálítil slydda eða snjókoma síðdegis. Hlýnandi veður.

Veðurhorfur á landinu næstu daga:

Á miðvikudag:
Sunnan 10-15 m/s og talsverð rigning, einkum SV-lands. Hiti 2 til 8 stig.

Á fimmtudag:
Suðvestan 10-15 m/s og víða él, en léttskýjað NA-lands. Hiti kringum frostmarki.

Á föstudag:
Suðvestlæg átt og víða slydda eða snjókoma. Hiti nálægt frostmarki.

Á laugardag og sunnudag:
Breytilegar áttir og víða dálítil ofankoma, en kólnar í veðri.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024