Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Norðvestan gola og bjartviðri á morgun
Þriðjudagur 27. mars 2007 kl. 09:03

Norðvestan gola og bjartviðri á morgun

Á Garðskagavita voru ASA 2 kl. 8 og eins stiga frost
Klukkan 6 var hæg breytileg átt og snjókoma eða rigning á NA- og A-landi, en stöku él V-lands. Hiti var frá 6 stigum í Hvanney niður í 6 stiga frost á Húsafelli.

Veðurhorfur við Faxaflóa næsta sólarhringinn:
Hægviðri og stöku skúrir eða él. Norðvestan gola og bjartviðri á morgun. Hiti 0 til 5 stig, en vægt frost í nótt.

Veðurhorfur á landinu til kl. 18 á morgun:
Fremur hæg breytileg átt, dálítil snjókoma fyrir norðan og él suðvestantil, en léttir til á SA- og A-landi. Vestlæg gola og víða bjartviðri á morgun. Hiti 0 til 8 stig að deginum, en vægt frost í nótt.

 

VF-mynd/elg:  Í Svartsengi

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024