Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Norðurskáli Leifsstöðvar formlega opnaður
Föstudagur 23. nóvember 2007 kl. 14:55

Norðurskáli Leifsstöðvar formlega opnaður

Norðurskáli Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar var formlega opnaður í gær með viðhöfn. Um er að ræða svæði við innritunarborð og rúllustiga upp á aðra hæð.

Í norðurskála er m.a söluskrifstofa Icelandair og nýtt kaffihús Kaffitárs. Þá eru þar einnig salerni í nýjum kjallara ásamt starfsmannaaðstöðu fyrirtækja sem starfa í flugstöðinni, s.s. IGS.

Norðurskálinn er um 2300 fermetrar og er öll aðstaða þar til fyrirmyndar.

Mynd: Jón Gunnarsson, stjórnarformaður Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar, Elín Árnadóttir, verðandi forstjóri FLE og Höskuldur Ásgeirsson, fráfarandi forstjóri, opna norðurskálann formlega í gærkvöldi. Ljósmynd: Hilmar Bragi Bárðarson
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024