Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Norðurljós úr Reykjanesbæ á flöskuskeyti Póstsins
Mánudagur 19. júlí 2010 kl. 11:46

Norðurljós úr Reykjanesbæ á flöskuskeyti Póstsins

Pósturinn hefur nú hafið sölu og dreifingu á flöskuskeytum. Flöskuskeytin, sem hægt er að kaupa á pósthúsum, eru sniðugar umbúðir fyrir skilaboð til vina og vandamanna innanlands sem erlendis.

Flöskuskeytið samanstendur af plastflösku með fallegri mynd frá Íslandi öðrumegin en merkimiða fyrir nafn og heimilisfang viðtakanda hinum megin. Flaskan inniheldur pappírsörk sem sendandi skrifar skilaboði sín á. Hann setur síðan miðann í flöskuna, lokar með tappa og póstleggur flöskuna á sama hátt og aðrar sendingar. Pósturinn sér síðan um að koma flöskuskeytinu til viðtakenda um allan heim.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Flöskuskeytin eru fáanleg með tveimur myndum, gosmynd eða norðurljósamynd. Norðurljósamyndina tók Olgeir Andrésson, norðurljósaljósmyndari í Reykjanesbæ. Í samtali við Víkurfréttir sagðist hann hafa vakið athygli Póstsins á myndunum sínum fyrir um ári síðan. Í vor höfðu síðan fulltrúar Póstsins samband við Olgeir og vildu fá mynd eftir hann á flöskuskeytið. Á myndinni er Hólmbergsviti í forgrunni og dansandi norðurljós á himni.


Hvort það væri eins og að fá mynd á frímerki að fá mynd á flöskuskeyti, sagði Olgeir að hann vonaðist til að hróður sinn bærist víða. Hann hafði ekki sjálfur séð flöskuskeytið þegar Víkurfréttir höfðu samband við hann og vissi því ekki hvort myndin væri merkt honum.


Olgeir hefur síðustu vikur verið með sýningu á myndum sínum í Ráðhúsi Reykjavíkur og er þessa dagana að gefa út ljósmyndabók, sem verður kynnt nánar síðar.