Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Norðurlandaþjóðir fylla gistirými í Reykjanesbæ í febrúar
Mánudagur 13. janúar 2014 kl. 08:47

Norðurlandaþjóðir fylla gistirými í Reykjanesbæ í febrúar

Nýr áfangi í öryggis- og varnarsamstarfi Norðurlandaþjóðanna verður nú í febrúar nk. en þá munu Norðmenn, Finnar og Svíar verða með talsverða starfsemi á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli. Til viðbótar framangreindu tekur NATO þátt í verkefninu ásamt bandaríska og hollenska flughernum.
 
Búist er við allt að 400 gestum þ.e. liðsafla þátttökuþjóðanna, NATO, blaðamenn, ráðherrar og aðrir gestir.
 
Mest allt gistirými í Reykjanesbæ er nú þegar frátekið vegna verkefnisins og má búast við að bæjarbúar og fyrirtæki verði vör við gestina.  
 
Allir helstu yfirmenn varnarmála viðkomandi landa munu koma til landsins í febrúar þ.m.t. eru utanríkis- og varnarmálaráðherrar Norðurlandaþjóðanna en ráðherrafundur þjóðanna verður haldinn í Reykjanesbæ.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024