Norðurál stefnir HS Orku
Norðurál hefur stefnt HS Orku fyrir gerðardóm í Svíþjóð vegna ágreinings um túlkun ákvæða samninga félaganna um orkuöflun fyrir álver í Helguvík.
„Það er verið að ýta á eftir niðurstöðu um orkusamninginn, hvort þeir ætla að efna samninginn eins og hann var gerður,“ segir Ragnar Guðmundsson, forstjóri Norðuráls í samtali við Morgunblaðið sem fjallar um málið í morgun.
Morgunblaðið hefur eftir Júlíusi Jónssyni, forstjóra HS Orku að samningsaðilar hafi ekki verið sammála túlkun á ákvæðum samninga frá 2007 um magn raforku og verð.
Áætlanir um raforkuöflun HS Orku hafa raskast af ýmsum ástæðum og bendir Júlíus á að í samningum séu ótal fyrirvarar, m.a. um virkjanaleyfi, niðurstöður rannsókna og forsendur verðs.
Ljósmynd/OK - Horft yfir framkvæmdasvæði Norðuráls í Helguvík.