Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Sunnudagur 7. september 2003 kl. 01:19

Norðurál: Raforkan frá Suðurnesjum?

Júlíus Jónsson, forstjóri Hitaveitu Suðurnesja, er bjartsýnn á að hægt sé að afla orku fyrir stækkun Norðuráls í samvinnu við Orkuveitu Reykjavíkur, en stjórn Landsvirkjunar ákvað í gær að fresta Norðlingaölduveitu. Júlíus segir að verið sé að kanna málið, og hann reiknar með því að fyrirtækin gangi inn í orkusölusamninga Landsvirkjunar og Norðuráls ef af verður, og Norðurál greiði sama verð fyrir orkuna.Ragnar Guðmundsson, hjá Norðuráli, segir að ákvörðun Landsvirkjunar um frestun Norðlingaölduveitu sé seint á ferðinni, og komi á óvart. Hann telur eðlilegt að ríkisstjórnin leggi sitt af mörkum og beiti sér fyrir samkomulagi á milli Skeiða- og Gnúpverjahrepps, Landsvirkjunar og Norðuráls. Þó verði rætt við Orkuveita Reykjavíkur og Hitaveita Suðurnesja um orkukaup eftir helgi, segir í fréttum Útvarpsins.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024