Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Norðurál ánægt með niðurstöðu úr gerðardómi - Helguvík vonandi á fullan skrið
Mánudagur 19. desember 2011 kl. 14:10

Norðurál ánægt með niðurstöðu úr gerðardómi - Helguvík vonandi á fullan skrið

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

„Við erum ánægð með niðurstöðu gerðardómsins og vonumst til þess að Norðurál og HS Orka geti tekið höndum saman við að koma framkvæmdum í Helguvík á fullan skrið sem allra fyrst" segir Ragnar Guðmundsson, forstjóri Norðuráls en Norðurál hefur fengið niðurstöðu úr gerðardómsmáli við HS Orku, varðandi orkuafhendingu til álvers félagsins í Helguvík.

Gerðardómurinn komst að þeirri niðurstöðu að orkusölusamningur aðila sé í fullu gildi, og að HS Orka sé skuldbundin til að afhenda Norðuráli þá raforku sem samningurinn tilgreinir í samræmi við skilmála hans.