Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Sunnudagur 22. júní 2003 kl. 13:39

Norður Víkingur hefst í dag

Heræfing varnarliðsins Norður-Víkingur 2003 hefst í dag. Hún er haldin í samræmi við bókun við varnarsamning Íslands og Bandaríkjanna frá 1951. Vegna röskunar af völdum átakanna í Írak verður æfingin að þessu sinni svonefnd stjórnstöðvaræfing. Hún felur ekki í sér flutning á eiginlegu herliði til landsins heldur samhæfingu íslenskra og bandarískra samstarfsaðila í stjórnstöðvum á varnarsvæðum.Í Norður-Víking 2003 verður megináhersla lögð á viðbúnað og aðgerðir vegna hryðjuverkaógnar af sjó og úr lofti. Auk varnarliðsins taka þátt í æfingunni fulltrúar varnarmálaskrifstofu utanríkisráðuneytisins, sýslumannsins á Keflavíkurflugvelli, Flugmálastjórnar á Keflavíkurflugvelli, Landhelgisgæslunnar og Ríkislögreglustjóra.

Vísir.is greinir frá.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024