Norðmenn borga brúsann
Flest bendir til að Norðmenn sitji uppi með stærstan hluta kostnaðar sem fór í misheppnaðar tilraunir við að ná upp flaki Guðrúnar Gísladóttur KE 15 af hafsbotni Nappstraumen á Lofoten, en skipið strandaði þar 18. júní 2002. Þetta kemur fram í úttekt á málinu í Fiskifréttum í dag. Norsk stjórnvöld hafa gefið það út að hætt hafi verið við frekari tilraunir við að ná skipinu upp, en tilraunir við það hafa staðið með hléum í tvö ár. Þó verður reynt áfram að ná olíu úr tönkum skipsins.
Samkvæmt norskum lögum geta yfirvöld þar í landi krafið útgerðir skipa um allt að 12 milljónir norskra króna (um 127 milljónir ísl. kr.) vegna kostnaðar við að fjarlægja skipsflök. Samkvæmt fréttum í norskum fjölmiðlum þá hefur norska ríkið þegar lagt fram sem svarar 117 milljónum íslenskra króna í björgunaraðgerðir, en áður var norskt björgunarfélag búið eyða sem svaraði 123 milljónum ísl. króna í verkið. Samtals gerir það 240 milljónir króna. Þá er ljóst að fjölmargir einstaklingar á Íslandi hafa tapað tugum milljóna á ævintýrinu. Norðmenn gera ráð fyrir að útgerðarfélagið Festi verði krafið um greiðslu kostnaðar vegna tilrauna við að fjarlægja flakið, en tryggingarfélagið telur sig í mesta lagi þurfa að greiða 30 til 35 milljónir króna vegna þess. Vefurinn www.skip.is greinir frá þessu í dag.
Samkvæmt norskum lögum geta yfirvöld þar í landi krafið útgerðir skipa um allt að 12 milljónir norskra króna (um 127 milljónir ísl. kr.) vegna kostnaðar við að fjarlægja skipsflök. Samkvæmt fréttum í norskum fjölmiðlum þá hefur norska ríkið þegar lagt fram sem svarar 117 milljónum íslenskra króna í björgunaraðgerðir, en áður var norskt björgunarfélag búið eyða sem svaraði 123 milljónum ísl. króna í verkið. Samtals gerir það 240 milljónir króna. Þá er ljóst að fjölmargir einstaklingar á Íslandi hafa tapað tugum milljóna á ævintýrinu. Norðmenn gera ráð fyrir að útgerðarfélagið Festi verði krafið um greiðslu kostnaðar vegna tilrauna við að fjarlægja flakið, en tryggingarfélagið telur sig í mesta lagi þurfa að greiða 30 til 35 milljónir króna vegna þess. Vefurinn www.skip.is greinir frá þessu í dag.