Norðmaður rændur við Myllubakkaskóla
Norskur karlmaður var rændur í grennd vð Myllubakkaskóla í Keflavík upp úr miðnætti. Hann leitaði á lögreglustöðina og var með lítilsháttar áverka á hálsi, sem hann sagði vera eftir ræningjann, sem hafi verið hávaxinn og ljóshærður. Ræninginn hafði af honum vegabréfið og veskið með öllum skilríkjum og peningum.
Árásarmaðurinn hefur ekki fundist, en lögreglunni tókst undir morgun að greiða götu Norðmannsins heim til Noregs, segir í frétt á Vísi.