Norðlægari og víða léttskýjað á morgun
Klukkan 9 voru N 9 og skafrenningur á Keflavíkurflugvelli og 3ja stiga frost.
Á Garðskagavita voru N 8 og 2 stiga frost kl. 10.
Klukkan 6 í morgun var breytileg átt, víða 5-10 m/s og snjókoma eða él. Frost um nær allt land, mest 13 stig við Mývatn.
Veðurhorfur við Faxaflóa næsta sólarhringinn:
Norðvestan og vestan 5-13 m/s og él. Norðlægari og víða léttskýjað á morgun. Frost 0 til 8 stig.
Veðurhorfur á landinu til kl. 18 á morgun:
Norðvestlæg eða breytileg átt, 5-13 m/s og snjókoma eða él, en léttir til suðaustanlands síðdegis. Norðlægari vindur á morgun og snjókoma á norðanverðu landinu, en víða léttskýjað syðra. Frost 0 til 10 stig.
Mynd: Frá Reykjanesbæ í nótt.