Norðlæg eða breytileg átt
	Norðlæg eða breytileg átt 3-8 m/s við Faxaflóa. Skýjað og dálítil él á víð og dreif, einkum norðantil. Bætir heldur í él í nótt og á morgun. Hiti 0 til 4 stig, en vægt næturfrost.
	
	Veðurhorfur á höfuðborgarsvæðinu
	Breytileg átt átt, 3-8 m/s og skýjað með köflum, en líkur á smáéljum, einkum síðdegis. Heldur meiri él á morgun. Hiti 1 til 5 stig að deginum en um og undir frostmarki í nótt.
	
	
	Veðurhorfur á landinu næstu daga
	
	Á miðvikudag:
 Norðan og norðaustan 8-15 m/s. Snjókoma eða él um landið norðanvert og með suðurströndinni annars skýjað með köflum en bjartviðri vestanlands. Frost 0 til 10 stig. 
Á fimmtudag: Norðaustan og austan 5-15 m/s, hvassast V-til. Snjókoma eða éljagangur um allt land, síst austantil. Frost 0 til 12 stig, svalast NA-lands.
Á föstudag: Austan- og norðaustanátt og snjókomu í flestum landshlutum. Hægt hlýnandi veður.
Á laugardag: Norðaustanátt og snjókoma NV-til, en annars útlit fyrir sunnan og suðaustanátt, væta á köflum og hlýnandi veður. Á sunnudag: Ákveðin austlæg átt með rigningu eða slyddu um allt land. Hlýnandi veður.


 
	
			


 
						 
						 
						 
						 
						 
						

 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				 
				