Norðlæg átt og þykknar upp
Verður spá fyrir Faxaflóa næsta sólarhringinn: Norðvestan 8-15 m/s, hvassast úti við sjóinn. Skýjað með köflum og él á stöku stað. Dregur úr vindi og léttir til í kvöld. Hæg norðlæg átt og þykknar upp á morgun. Frostlaust við sjávarsíðun, en annars vægt frost.
Veðurhorfur á landinu næstu daga:
Á laugardag:
Sunnan 8-13 m/s og slydda eða rigning, en þurrt að mestu NA- og A-lands fram eftir degi. Snýst í suðvestanátt seinni partinn, fyrst SV-lands. Hlýnandi veður.
Á sunnudag:
Vestlæg átt og dálítil snjókoma eða él, en bjartviðri S- og A-lands. Snýst í norðanátt um kvöldið, fyrst vestantil. Hiti kringum frostmark.
Á mánudag:
Hæg breytileg átt og skýjað með köflum, en él N-lands. Gengur í sunnanátt með rigningu eða slyddu vestantil á landinu síðdegis. Hiti breytist lítið.
Á þriðjudag:
Útlit fyrir ákveðna suðvestanátt með rigningu, einkum suðvestanlands. Hiti 2 til 6 stig.
Á miðvikudag:
Vestlæg átt með ofankomu vestantil á landinu, en bjart veður fyrir austan. Vægt frost víðast hvar.