Norðaustlæg átt og bjartviðri
Klukkan 9 var norðlæg átt, víða 5-10 m/s og léttskýjað, en dálítil rigning eða súld syðst. Kaldast var eins stigs frost á Grímsstöðum, en hlýjast 10 stiga hiti á Húsafelli.
Veðurhorfur til kl. 18 á morgun:
Norðaustlæg átt, 8-13 m/s og bjartviðri, en snýst í sunnan 3-8 síðdegis. Skýjað og sums staðar dálítil súld í kvöld og nótt. Hægviðri og stöku skúrir á morgun. Hiti 5 til 12 stig að deginum.
VF-mynd: Tekin af vef Veðurstofu Íslands