Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Norðaustanátt og víða skafrenningur
Miðvikudagur 17. janúar 2007 kl. 09:09

Norðaustanátt og víða skafrenningur

Klukkan 8 voru A 16 og hiti við frostmark kl. 8 í morgun.
Kukkan 6 var austlæg átt á landinu, 10-18 m/s, en mun hægari um landið norðaustanvert. Skýjað með köflum og yfirleitt þurrt, en él við norðurströndina. Hiti mældist frá 2 stigum niður í 11 stiga frost, mildast á Kjalarnesi, en kaldast á Norðurlandi vestra.

Veðurhorfur við Faxaflóa næsta sólarhringinn:
Norðaustan 10-15 m/s. Skýjað að mestu og víða skafrenningur, en léttskýjað á morgun. Frost 0 til 8 stig.

Veðurhorfur á landinu til kl. 18 á morgun:
Norðaustan 10-15 m/s, en heldur hægari norðaustantil fram yfir hádegi. Bjartviðri sunnan- og vestantil, en stöku él norðan- og austantil. Bætir heldur í vind norðaustan- og austantil í kvöld með éljagangi, 15-20 m/s við austurströndina í nótt, en hægari þegar líður á morgundaginn. Frost víða 1 til 8 stig, en 5 til 11 stig inn til landsins.

 

Mynd: elg

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024