Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Norðaustan og bjart
Mánudagur 10. nóvember 2008 kl. 09:22

Norðaustan og bjart

Veðurspá fyrir Faxaflóa næsta sólarhringinn: Norðaustan 8-15 m/s og yfirleitt bjart. Lægir hægt og sígandi á morgun. Hiti 1 til 6 stig, en kringum frostmark á morgun.

Veðurhorfur á landinu næstu daga:


Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Á miðvikudag:
Suðlæg átt, 5-10 m/s, slydda eða rigning sunnan- og vestantil og hlýnandi, en styttir upp norðan- og austanlands og dregur úr frosti þar.

Á fimmtudag:
Fremur hæg austlæg eða breytileg átt og stöku skúrir eða él víða um land. Bætir í vind, einkum norðvestantil og heldur í úrkomu um kvöldið. Hiti rétt yfir frostmarki sunnan- og vestanlands, annars vægt frost.

Á föstudag:
Stíf norðaustanátt með ofankomu norðan- og austantil, en úrkomulítið og léttir til suðvestanlands. Frost 0 til 8 stig.

Á laugardag:
Fremur hæg vestlæg átt og bjart veður víðast hvar, en él við norðurströndina. Kalt í veðri.

Á sunnudag:
Útlit fyrir suðvestanátt með skúrum eða slydduéljum vestantil, annars úrkomulítið. Hlýnandi veður.