Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Norðaustan 8-13 á morgun
Föstudagur 6. október 2006 kl. 08:24

Norðaustan 8-13 á morgun

Á Garðskagavita voru NA 10 og tæplega 8 stiga hiti kl. 8
Klukkan 6 í morgun  var norðaustlæg átt, víða 5-10 m/s, en 10-14 á nokkrum stöðum norðvestantil. Dálítil súld eða rigning var víða um norðanvert landið og einnig á Reykjanesi, en annars skýjað með köflum og þurrt. Hiti 2 til 8 stig.

Veðurhorfur við Faxaflóa næsta sólarhringinn:
Norðaustan 5-10 m/s og bjartviðri að mestu. Norðaustan 8-13 á morgun, þykknar upp og dálítil rigning síðdegis. Hiti 5 til 10 stig, en 0 til 5 stig í nótt.

Veðurhorfur á landinu til kl. 18 á morgun:
Norðaustan- og norðanátt, 8-15 m/s og rigning norðan- og austantil í dag, hvassast og úrkomumest á Austfjörðum síðdegis. Heldur hægari vindur sunnan- og suðvestanlands, skýjað með köflum og yfirleitt þurrt. Norðaustan 10-18 á morgun, hvassast suðaustanlands. Víða rigning, en slydda til fjalla, síðst þó á Vesturlandi. Hiti 3 til 10 stig að deginum, mildast sunnantil.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024