Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Norðaustan 5-8 á morgun
Laugardagur 5. maí 2007 kl. 09:37

Norðaustan 5-8 á morgun

Á Garðskagavita voru NA 12 og 5 stiga hiti kl. 9.
Klukkan 6 var hæg norðvestlæg átt við norðausturströndina, en annars norðaustan og austanátt, víðast 7-17, hvassast á Stórhöfða. Stöku él voru á annesjum norðantil, léttskýjað á Austurlandi, en annars skýjað að mestu og rigning allra syðst. Frost 0 til 4 stig á nokkrum stöðvum á Norðurlandi, annars yfirleitt 0 til 6 stiga hiti.

Viðvörun !
Búist er við stormi á Suðvesturmiðum Viðvörun gerð 05.05.2007 kl. 06:28

Veðurhorfur við Faxaflóa næsta sólarhringinn:
Austan- og norðaustan 5-13 m/s, hvassast vestast, en hægari undir kvöld og norðaustan 5-8 á morgun. Skýjað með köflum og dálítil rigning syðst um tíma í dag. Hiti 5 til 11 stig að deginum.

Veðurhorfur á landinu til kl. 18 á morgun:
Austan og norðaustan 8-15 m/s í dag, hvassast syðst og mun hægari vindur NA-til. Rigning S- og SA-lands, en skýjað með köflum í öðrum landshlutum og yfirleitt þurrt. Heldur hægari vindur í nótt og á morgun og léttir smám saman til unnan- og vestanlands. Víða næturfrost inn til landsins, en hiti 2 til 11 stig að deginum, hlýjast á Vesturlandi.

Mynd / Ellert Grétarsson: Frá Reykjanesi

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024