Norðanáttir framundan
Veðurspá næsta sólarhringinn fyrir Faxaflóasvæðið: Norðaustan 8-13 m/s og dálítil rigning eða slydda öðru hvoru, en þurrt á morgun. Hiti 0 til 7 stig.
Veðurhorfur á höfuðborgarsvæðinu:
Norðaustlæg átt, 3-8 m/s og lítilsháttar rigning, en þurrt og bjart á morgun. Hiti 2 til 6 stig.
Veðurhorfur á landinu næstu daga:
Á laugardag og sunnudag:
Norðan og norðaustan 8-13 m/s og víða dálítil rigning eða slydda, en skýjað þurrt að kalla S- og V-lands. Hiti 0 til 6 stig.
Á mánudag:
Hægviðri og skýjað með köflum, en él á stöku stað. Kólnar heldur í bili.
Á þriðjudag og miðvikudag:
Austanstrekkingur og rigning með S-ströndinni, en annars hægari og smá skúrir eða él. Hlýnar heldur í veðri.
Á fimmtudag:
Útlit fyrir vaxandi suðaustanátt með rigningu og hlýju veðri, einkum S-lands.
---
Ljósmynd/elg - Frá Stað í Grindavík.