Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Norðanáttir fram á föstudag
Mánudagur 28. apríl 2008 kl. 09:18

Norðanáttir fram á föstudag

Norðaustan 5-13 m/s. Skýjað og stöku slydduél í fyrstu, en léttir síðan til. Norðan 10-15 og léttskýjað á morgun. Hiti 0 til 8 stig.

Veðurhorfur á landinu næstu daga:

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Á miðvikudag:
Norðan 8-15 m/s. Léttskýjað eða skýjað með köflum sunnan- og vestanlands, en snjókoma eða slydda á Norður- og Austurlandi. Hiti 2 til 8 stig að deginum sunnantil, annars hiti um frostmark.

Á fimmtudag (1. maí):
Stíf norðaustanátt og slydda eða rigning norðan- og austanlands, en annars þurrt. Hiti 1 til 10 stig, hlýjast sunnantil.

Á föstudag:
Austlæg átt og dálítil rigning, en skýjað og þurrt að mestu vestanlands. Hiti 0 til 7 stig, hlýjast suðvestanlands.

Á laugardag:
Suðaustlæg átt og dálítil væta. Hiti breytist lítið.

Á sunnudag:
Útlit fyrir austanátt með vætu um allt land og hlýnandi veður.