Norðanátt og kuldi
Veðurspá fyrir Faxaflóa næsta sólarhringinn: Norðan 8-13 m/s og léttskýjað, en lægir á morgun. Hiti 2 til 7 stig að deginum, en næturfrost í uppsveitum.
Veðurhorfur á landinu næstu daga:
Á föstudag:
Norðan og norðvestan 5-10 m/s, en hvassara NV-lands. Él norðvestantil á landinu, en bjartviðri S- og A-lands. Hiti 0 til 5 stig við ströndina, annars vægt frost.
Á laugardag:
Norðaustan 8-13 m/s og skúrir eða slydduél við suðausturströndina, annars fremur hæg breytileg átt og skýjað með köflum. Hiti 0 til 5 stig, en vægt frost í innsveitum.
Á sunnudag:
Suðlæg átt, dálítil rigning eða slydda vestantil, annars þurrt. Hiti 0 til 7 stig að deginum, en víða næturfrost.
Á mánudag og þriðjudag:
Austlæg átt og úrkomusamt, einkum S- og A-lands. Hlýnandi, fyrst sunnantil á landinu.