Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Norðan næðingur í dag
Fimmtudagur 16. nóvember 2006 kl. 09:18

Norðan næðingur í dag

Á Garðskagavita voru N 23 og rúmlega 4ra stiga frost klukkan átta.
Klukkan 6 í morgun  var norðlæg átt, 15-29 m/s sunnanlands, hvassast á Bláfeldi í Staðarsveit og við Lómagnúp, en 8-15 norðanlands. Bjart með köflum suðvestanlands en annars skýjað að mestu og víða él. Frost var víða 6 til 10 stig, en minnst á Vatnsskarðshólum, 2 gráður.

Veðurhorfur við Faxaflóa næsta sólarhringinn:
Norðaustan og síðan norðan 13-20 m/s og skýjað með köflum. Lægir í kvöld. Norðan 3-8 og léttskýjað með köflum. Frost 3 til 10 stig.

Veðurhorfur á landinu ásamt viðvörun !
Veðurhorfur til kl. 18 á morgun: Viðvörun: Spáð er stormi sunnan- og austanlands. Spá: Norðlæg átt, 15-23 sunnan- og austanlands og enn hvassari á stöku stað. Hægari norðvestanlands. Dregur úr vindi sunnan- og vestanlands í kvöld og nótt. Él norðan- og austanlands, en annars yfirleitt bjart veður. Norðan 5-10 á morgun en heldur hvassari með austurströndinni. Stöku él norðanlands en annars bjartviðri. Frost 2 til 15 stig, minnst allra austast en kaldast inn til landsins.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024