Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Norðan næðingur fram á laugardag
Miðvikudagur 31. mars 2010 kl. 08:24

Norðan næðingur fram á laugardag


Útlit er fyrir áframhaldandi kaldri norðan átt með fremur björtu veðri fram á laugardag við Faxaflóann. Þá snýst vindur í norðvestan og þykknar upp með ötlítilli snjókomu. Á sunnudag, páskadag,  er spáð suðaustanátt með hlýnandi veðri og skúrum. Á mánudag, annan í páskum, er gert ráð fyrir björtu veðri með norðan og norðaustanátt.

Veðurspá fyrir Faxaflóann næsta sólarhringinn:

Norðaustan 5-10 m/s og léttskýjað. Frost 0 til 8 stig, minnst við sjávarsíðuna.

Veðurhorfur á höfuðborgarsvæðinu:

Norðan 5-10 m/s og léttskýjað. Frost 0 til 6 stig.


Veðurhorfur á landinu næstu daga:

Á fimmtudag (skírdagur):
Norðanátt, víða 8-13 m/s og él, en léttskýjað SV-til. Frost 0 til 10 stig, minnst við S-ströndina.

Á föstudag (föstudagurinn langi):
Vaxandi norðanátt, 10-15 m/s og snjókoma N-lands síðdegis, en hægara og bjart syðra. Frost 0 til 8 stig, minnst syðst.

Á laugardag:
Norðan 10-15 m/s og víða snjókoma V-til á landinu, en mun hægara og dálítil él eystra. Frost víða 0 til 5 stig.

Á sunnudag (páskadagur):

Fremur hæg norðaustlæg eða breytileg átt og él víða um land. Hiti kringum frostmark.

Á mánudag (annar í páskum):
Austan og síðar norðaustanátt og dálítil slydda S-lands, en stöku él fyrir norðan. Hiti víða nálægt frost.

Á þriðjudag:

Útlit fyrir stífa norðanátt með éljum og svölu veðri.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024