Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Norðan 28 í kvöld
Hilmar Bragi Bárðarson
Hilmar Bragi Bárðarson skrifar
þriðjudaginn 10. desember 2019 kl. 09:41

Norðan 28 í kvöld

Í dag mun hvessa ört með éljagangi við Faxaflóa, fyrst norðantil. Norðan 23-28 seinni partinn.

Appelsínugul viðvörun tekur gildi frá og með kl. 13 í dag. Þá er spáð norðan 21 m/s á Keflavíkurflugvelli. Um miðjan dag verður vindstyrkurinn kominn í 24 m/s og í kvöld verður vindurinn 26 m/s af norðri skv. spá á Bliku.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Í sömu spá fyrir Keflavík verða norðan 28 m/s kl. 23 í kvöld en bálhvasst verður í allan dag og snjókoma.

Gert er ráð fyrir allt að norðan 25 m/s í Grindavík kl. 21 í kvöld og veðrið í Vogum er á svipuðum nótum.

Á Garðskaga verða norðan 27 m/s í allt kvöld og sömu sögu er að segja af Sandgerði.

Bálhvasst verður einnig á morgun, miðvikudag.