NONNI OG MANNI HÆTTA HJÁ SBK
Jón Stígsson og Kristmann Guðmundsson, öðru nafni Nonni og Manni, hættu nýlega hjá SBK eftir rúmlega fimmtíu ára farsælt starf. Kristmann byrjaði að keyra 1.október 1948 og Jón 1.apríl 1949. „Ég byrjaði að keyra og bærinn fékk bæjarréttindi sama dag og deginum áður var skipt um bílnúmer og þá kom þetta fræga Ø”, sagði Jón á þessum merku tímamótum. Hann sagðist ekki kvíða starfslokunum því hann hefði nýlega fengið púttara í afmælisgjöf og tvær kúlur. Jón ætlar jafnvel að lána Kristmanni aðra kúluna svo þeir félagarnar verða eflaust afkastamiklir á púttvellinum í framtíðinni. VF-mynd: Silja Dögg Gunnarsdóttir