Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Nokkurt magn fíkniefna í sölupakkningum
Mánudagur 26. mars 2012 kl. 09:53

Nokkurt magn fíkniefna í sölupakkningum

Lögreglan á Suðurnesjum framkvæmdi húsleit á heimili í Reykjanesbæ á laugardagskvöld og lagði hald á nokkurt magn fíkniefna í sölupakkningum. Húsráðandi, karlmaður á þrítugsaldri, viðurkenndi aðild sína að málinu og telst það upplýst.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Lögreglan minnir á fíkniefnasímann 800-5005. Í hann má hringja nafnlaust til að koma á framfæri upplýsingum um fíkniefnamál. Fíkniefnasíminn er samvinnuverkefni lögreglu og tollyfirvalda og er liður í baráttunni við fíkniefnavandann.