Nokkur umferðaróhöpp í snjónum
Nokkur umferðaróhöpp urðu í snjókomunni í gær en ekki er vitað um að það hafi orðið meiðsl á fólki. Götur hreinsuðust nokkuð þegar hlánaði í dag.
Tvö umferðaróhappanna í gær urðu á Fitjum í Njarðvík en ansi margir árekstrar hafa orðið á gatnamótunum. Hitt óhappið varð við hringtorgið í Grænásbrekkunni. Þá missti ökumaður Pajero jeppabifreiðar stjórn á bílnum þannig að hann endaði á ljósastaur.
Mikil ofankoma var allan föstudaginn og hér má sjá aðstæður á Fitjum þegar tveir bílar lentu í óhappi.
Draga varð annan bílinn í burtu en hinn endaði fyrir utan veg.