Nokkur skjálftavirkni við Grindavík
Allnokkur skjálftavirkni hefur verið við Grindavík frá því á miðnætti og fóru þeir snörpustu hátt í 3 á Richter.
Varð þeirra vart í byggð en ekki þótt ástæða til að viðbragðsaðilar væru með viðbúnað.
Síðasti mældi skjálftinn var, skv. www.vedur.is , um kl. 7 í morgun og mældist hann tæpir 2 á Richter.
Mynd af vefsíðu veðurstofunnar: www.vedur.is - rauði punkturinn sýnir síðasta skjálfta