Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Nokkur rándýr símtöl hringd í Keflavík í dag
Föstudagur 4. mars 2005 kl. 20:03

Nokkur rándýr símtöl hringd í Keflavík í dag

Nokkrir farsímaeigendur eiga von á reikningi upp á þúsundir króna aukalega fyrir að hafa hringt eða tekið á móti símtölum í Keflavík í dag. Allt á þetta fólk það sameiginlegt að hafa verið við akstur ökutækis á meðan það talaði í símann og látið lögregluna koma sér í opna skjöldu. Lögreglan hafði komið sér fyrir að rólegum stað við Hafnargötuna og þar óku margir í fasið á henni með aðra hönd á stýri en hina með símann upp að eyranu.

„Jú við stöðvuðum einhverja í símanum í dag,“ var það eina sem Halldór Jensson, varðstjóri sagði í símann við blaðamann, sem hins vegar sat við tölvuna, víðsfjarri bílstjórasætinu.

Annars var rólegt í bænum á mælikvarða lögreglunnar og sama sagði Sigmundur Eyþórsson, slökkviliðsstjóri. Fáir sjúkraflutningar og værð yfir svæðinu. Hvort það var vorkoman eða eitthvað annað er ekki vitað, en eftir rólega kafla í mannlífinu þá óttast menn mjög storminn, sem oft hefur viljað fylgja í kjölfar rólegrar tíðar.

Nú er að ganga í garð fyrsta helgi eftir mánaðamót. Hvort fólk sletti þá ærlega úr klaufunum eða láti það vera og verði nokkuð háttvísir í fyrstu fermingum ársins á sunnudag, á eftir að koma í ljós.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024