Krambúðinn 4-7 sept
Krambúðinn 4-7 sept

Fréttir

Nokkur hundruð lítrar af olíu láku í Grindavíkurhöfn
Laugardagur 15. maí 2004 kl. 13:05

Nokkur hundruð lítrar af olíu láku í Grindavíkurhöfn

Nokkur hundruð lítrar af olíu láku í Grindavíkurhöfn á fimmtudagskvöld. Verið var að dæla gasolíu á Tjaldanes GK-525 þegar óhappið varð. Talið er að olían hafi lekið gegnum yfirfallsrör þegar verið var að dæla á dagtanka skipsins.
Olíufnykur fannst við höfnina en talið er að olían hafi lekið í sjóinn í um klukkustund. Hafnarvörður hjá Grindavíkurhöfn tilkynnti um málið til lögreglunnar í Keflavík sem síðan tilkynnti það heilbrigðiseftirliti.

Myndin: Frá Grindavíkurhöfn. VF-ljósmynd/Hilmar Bragi.

Optical Studio 15, 18, 20, 22, 25, 27, 29. ágúst 1-6 sept karl
Optical Studio 15, 18, 20, 22, 25, 27, 29. ágúst 1-6 sept karl
Reykjanes Optikk ljósan25
Reykjanes Optikk ljósan25