Nokkur fyrirtæki á Suðurnesjum gjaldþrota
Með úrskurði Héraðsdóms Reykjaness kveðnum upp 13. janúar sl. var útgerðarfélagið GE ehf. í Garði, Plasverk-Framleiðsla ehf. í Sandgerði og S.H. útgerð ehf. í Keflavík, Útgerðarfélagið Lyngholt ehf. í Keflavík, Útgerðarfélagið Hleri ehf. í Keflavík, Mölvík ehf. í Keflavík og Olsen Olsen og ég ehf. í Keflavík tekin til gjaldþrotaskipta.
Fyrirtækið EEH Gallerý ehf. í Sandgerði var úrskurðað gjaldþrota fyrir héraðsdómi Reykjaness í október en skiptum í búinu lauk þann 21. janúar sl. Fjárhæð lýstra krafna var rúmlega 9 milljónir króna og fékkst engin greiðsla upp í lýstar kröfur.
VF-ljósmynd/Oddgeir Karlsson.