Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Nokkuð um kvartanir vegna lyktar frá Helguvík
Þriðjudagur 4. júlí 2017 kl. 12:41

Nokkuð um kvartanir vegna lyktar frá Helguvík

Fjórtán ábendingar hafa borist til Umhverfisstofnunar vegna lyktar frá verksmiðju United Silicon í Helguvík frá klukkan níu í gærkvöldi. Að sögn Einars Halldórssonar hjá Umhverfisstofnun er verið að fara yfir gögn frá mælingum síðustu daga. Á morgun verður fundað með ofnæmislækni og farið fyrir stöðuna. Í framhaldi er von á frekari upplýsingum frá Umhverfisstofnun.

Nokkrir íbúar í Reykjanesbæ hafa rætt sín á milli á samfélagsmiðlum um vonda lykt síðustu daga í bænum en ekki eru allir sammála um hvort um sé að ræða lykt frá verksmiðjunni eða grilllykt frá nágrannanum. Eins og áður hefur komið fram er viðhaldsstopp á ljósbogaofni United Silicon í dag.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024