Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Nokkuð róleg verslunarmannahelgi hjá lögreglu
Mánudagur 5. ágúst 2002 kl. 20:55

Nokkuð róleg verslunarmannahelgi hjá lögreglu

Það var frekar rólegt um helgina hjá lögreglunni í Keflavík enda voru margir bæjarbúar sem lögðu leið sína út á land. Einn ölvaður ökumaður ók á umferðarskilti á Njarðarbraut og þá voru fjórir ökumenn stöðvaðir þar sem ökuleyfi þeirra voru útrunnin. Að sögn lögreglu var mjög rólegt yfir öllu í bænum um helgina og engin vandræði á skemmtistöðum, ekkert um slagsmál né slys.Lögreglan þurfti þó að hafa afskipti af 16 ára stúlku á einum skemmtistað þar sem 18 ára aldurstakmark var inn.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024