Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Nokkuð harður árekstur á mótum Hafnavegar og Reykjanesbrautar
Mánudagur 14. júní 2004 kl. 16:55

Nokkuð harður árekstur á mótum Hafnavegar og Reykjanesbrautar

Nokkuð harður árekstur varð á mótum Reykjanesbrautar og Hafnavegar rétt fyrir klukkan hálf fimm í dag. Leigubíll og fólksbifreið rákust saman og þurfti að flytja ökumann fólksbifreiðarinnar á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja en hann er ekki talinn mikið slasaður. Umferð var lokað við Grænásveg á meðan lögregla og slökkvilið var að störfum á slysstað. Fólksbifreiðin er töluvert mikið skemmd.

Myndin: Fólksbifreið og leigubíll rákust saman við gatnamót Hafnavegar og Reykjanesbrautar. VF-ljósmynd/Jóhannes Kr. Kristjánsson.


Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024