Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Nokkuð harður árekstur á Hafnargötunni
Þriðjudagur 1. apríl 2003 kl. 12:53

Nokkuð harður árekstur á Hafnargötunni

Nokkuð harður árekstur varð á Hafnargötunni um hádegisbil í dag. Pallbíl sem ekið var niður Hafnargötu virðist hafa verið beygt í veg fyrir fólksbifreið sem var á leið upp Hafnargötuna. Engin slys urðu á fólki og ökumenn í öryggisbeltum. Pallbifreiðinni var ekið af vettvangi, en fólksbifreiðin er töluvert mikið skemmd og verður fjarlægð með kranabíl.Mjög bjart er úti þegar sólin nær að skýna og getur blindað ökumenn.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024